Með tilkomu Dartconnect hefur margt breyst við skriftir í pílukasti. Boðorðin hafa því verið tekin til endurskoðunar. Þó grunnreglurnar séu enn þær sömu.
Skrifari á að snúa að spjaldinu, vera kyrr, á ekki að tala og á ekki að horfa á keppendur meðan á leik stendur. Skrifari skal staðsetja sig þannig við spjaldið að hann sjái greinilega hvar pílurnar lenda, án þess þó að hreyfa sig að nokkru ráði og spilararnir sjái skorið.
Kast telst gilt ef kastari var sannarlega að kasta pílunni án tillits til þess hvar pílan lendir. Missi kastari píluna telst það ekki kast án tillits til þess hvar pílan lendir, nema kastari missi píluna í sannanlegu kasti, en þá gildir kastið án tillits til þess hvar pílan lendir.
Villur í stigagjöf verður að leiðrétta áður en leikmaður/lið kastar aftur, bannað er að breyta stigagjöf nema báðum aðilum sé gert það kunnugt.
Skrifari má ekki segja leikmanni í hvaða tölu, og eða tölur hann á að kasta í.
Aðspurður á skrifari þó alltaf að gefa upp hvað skorað hefur verið eftir 1-2 eða 3 pílur og hvað er eftir.
Gott er að nota Dartconneect með því að skrá hvað skorað hefur verið.
Alls ekki svara með Já-i ef spilari spyr „Er xx eftir?“. Í staðinn skal svara: xx skorað og xx er eftir.
Skrifari skal gæta þess að skrá rétt skor, ekki skrifa það sem er eftir. Jafnvel bestu pílukastarar í heimi geta líka reiknað rangt, eins og dæmin sanna. Þetta á sérstaklega við í útskoti. Ef spilari tekur út ranga tölu og skrifari segir „útskot“ telur það ekki ef í ljós kemur að mistök voru gerð, áður en næsti leggur byrjar.
–
Hér má sjá tvö, af mörgum, sýnishorn af mistök bestu pílukastara heimsins.
(110) No Score! Van Gerwen hilarious Miscount! | Promi Darts WM 2020 | ProSieben – YouTube
(110) Phil Taylor miscounts 129 – Premier League Darts 2014 Week 12 – YouTube
Skrifari má ekki sýna viðbrögð við frammistöðu leikmanna/liða, hvorki jákvæð né neikvæð.
Skrifari má ekki flytja stigagjöf leikmanna/liða á milli helminga á skorblaði.
Leikmaður skal ávallt gefa skrifara tækifæri til að sjá skoruð stig áður en pílurnar eru fjarlægðar úr spjaldinu. Að öðrum kosti skal það skor standa sem skrifari telur rétt. Nauðsynlegt er þó fyrir skrifarann að reikna skor eftir hverja pílu.
Ef skrifarinn á erfitt með að reikna er gott að nota Dartconnect til að leggja skorið saman, með því að skrá skor hverrar pílu.
Ef skrifari hefur skrifað ranga tölu fyrir útskot skal mótspilari segja frá því áður en leikmaður reynir að taka það út. Leikmaður hefur rétt á að treysta skráðri stigatölu þegar hann kastar.
Ef skrifari gefur spilara upp ranga tölu og hann tekur hana út og það uppgötvast áður en næsti leggur byrjar. Þá gildir sú/þær píla/ur ekki og skal skrifarinn gefa spilaranum rétta tölu og hann fær að kasta þeim pílum sem hann átti eftir.
Ef upp koma vandamál eiga leikmenn ekki að leysa úr þeim, og alls ekki inni í sal þar sem það getur haft truflandi áhrif á aðra leiki. Ef skrifari getur ekki leyst úr þeim skal kalla til mótstjórnar.
Spilari hefur ávalt rétt á að fá nýjan skrifara. Ekki er þörf á að fá samþykki frá mótherja eða mótstjórn.